Ég var að hanna merki fyrir Vestfjarðastofu.
Vestfjarðastofa varð til við samruna Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Sjálf ímynd Vestfjarða veitti innblástur við hönnunina: sterk náttúruöfl, svipmikil náttúra, kröftugt fólk.
Hafaldan, þröngir firðir, gróður, brattar fjallshlíðar, norðurljós, himinn og haf. Allir þessir þættir endurspeglast í merkinu.
Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá í líka í merkinu stafinn V - sem vel að merkja vísar á landshlutann og er um leið sigurtákn!

vestfjardastofa effekt forsida