thorhallurÉg útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri árið 1995 og hef starfað sem slíkur allar götur síðan þá. Framan að ferlinum sem hönnuður og hönnunarstjóri á auglýsingastofum í Reykjavík. Frá 2006 hef ég verið sjálfstætt starfandi hönnuður hér á Akureyri, ásamt því að kenna við Listhönnunardeild Myndlistaskólans á Akureyri.

Sem hönnuður hefur ég tekist á við flest það sem á annað borð getur rekið á fjörur grafísks hönnuðar. Þar má nefna altæka hönnun á kynningarefni fyrir margskonar fyrirtæki og stofnanir. Í því felst hönnun á fyrirtækisauðkennum, bæklingum og kynningarefni, margmiðlunarefni, heimasíðum, auglýsingum, bréfsefni, nafnspjöldum, reikningum, umbúðum og ýmsu öðru sem snýr að rekstri og ímyndaruppbyggingu fyrirtækja. Einnig hef ég hannað fjölda þjóðþekktra merkja fyrir bæði fyrirtæki, félagasamtök og sveitarfélög, auk þess að hafa setið í dómnefndum fyrir samkeppnir um merki.

Með góðum tengslum við ljósmyndara, almannatengslafyrirtæki, textasmiði, fyrirtæki á sviði vefendalausna og prentsmiðjur er auðvelt fyrir mig að uppfylla óskir viðskiptavinarins þegar kemur að hönnun og kynningarmálum.